Loddaralíðan

Loddaralíðan (e. impostor syndrome) er að finnast maður ekki eins klár og aðrir halda að maður sé og óttast að það komist upp um mann. Þessi líðan er viðvarandi þrátt fyrir endurtekinn árangur.

Fyrsta skrefið til að sigrast á loddaralíðan er að átta sig á að flest allir upplifa þessa líðan á einhverjum tímapunkti. Margt getur breyst bara við að tala upphátt um hvernig manni líður við aðra. Mikilvægt er að læra að leggja raunsætt mat á hæfileika sína og afrek. Í teymisvinnu er mikilvægt að fólk upplifi traust svo það þori að vera það sjálft og láti ljós sitt skína. Með því að fjárfesta í vellíðan starfsfólks fá fyrirtæki það marg-endurborgað.

Fyrirlestur

Ég held skemmtilega og fróðlega fyrirlestra um loddaralíðan fyrir vinnustaði og félagasamtök, bæði á íslensku og ensku.

Verð:

30 mín fyrirlestur: 50.000 kr.

45-60 mín: 95.000 kr.

Bókin

Ég gaf út bókina Loddaralíðan í október 2021 en í henni eru hugleiðingar, örsögur og ljóð sem fjalla um loddaralíðan frá ýmsum sjónarhornum. Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum. Einnig er hægt að panta hana beint af mér á berglindob@gmail.com.

Mig dreymdi að ég væri komin aftur í menntaskóla nema ég var geimvera. Sama hvað ég reyndi að tjá mig við fólk þá skildi mig enginn og allir störðu á mig. Mér leið hræðilega illa þar til ég komst að því að ég gæti fært hluti með hugarorkunni, þá hætti ég að pæla í öðrum og skemmti mér konunglega. Fljótt hópuðust krakkar að mér og hvöttu mig áfram. Ég vaknaði full orku og gleði. Kannski ætti ég að vera stolt af því sem sker mig úr hópnum í stað þess að skammast mín?