Þjónusta

Við viljum að fólk skilji það sem við erum að segja. Það skiptir ekki bara máli hvað við segjum heldur hvernig við segjum það.

Notendamiðuð textasmíði

(UX writing)


Rétt eins og með hönnun er mikilvægt að texti sé skrifaður með þann hóp af fólki í huga sem hann er ætlaður fyrir. Besta upplifunin er þegar talað er á mannamáli.

Rödd og tónn

(Tone of voice)


Rödd og tónn er stefna sem skilgreinir hvernig fyrirtæki, stofnun eða vörumerki talar við fólk og er hluti af upplifuninni. Til að viðhalda gæðum og samræmi er nauðsynlegt að hafa skýran efnisleiðarvísi.

Efnisstjórn

(Content management)


Rétta efnið þarf að birtast á réttum tíma á réttum stað. Myndir og myndbönd henta oft vel til að koma skilaboðum á framfæri eða styðja við texta. Mikilvægt er að huga að góðu aðgengi á öllu efni.

Fyrirlestrar

(Public talks)


Ég held fyrirlestra fyrir þau sem skrifa fyrir vefi og langar að skrifa aðgengilegan texta sem nær til fólks. Ég held einnig fyrirlestra um loddaralíðan.

Verkefni

Neyðarlínan

Ofbeldisgátt 112.is í samstarfi við Mennsk ráðgjöf og Hugsmiðjuna. Efnisstjórn, rödd og textasmíði. Áhersla var lögð á að allt efni væri auðskiljanlegt, aðgengilegt og persónulegt. Vefurinn fékk Íslensku vefverðlaunin 2020 fyrir Stafræna lausn og Verkefni ársins og fyrir Efnis- og fréttaveita 2023 auk viðurkenningar fyrir aðgengi.

Taktu skrefið

Taktu skrefið er úrræði fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi. Vef- og efnisstjóri.

Hafnarfjörður

Skilgreindi rödd og tón fyrir Hafnarfjarðarbæ auk þess að skrifa texta fyrir nýjan vef bæjarins sem fór í loftið í nóvember 2022. Textagerð fyrir vefi bæjarins: Grunnskólar, Bókasafn Hafnarfjarðar og Tónlistarskóli Hafnarfjarðar. Samstarf við Metal, Avista og Sjá.

Önnur verkefni

Sendu mér línu á berglindoskbergsdottir@gmail.com.