Um mig

Ég elska að skrifa, er algjör tungumálanördi og hef mikla ástríðu fyrir því að búa til mennskar tæknilausnir á mannamáli. Meðfram skapandi skrifum starfa ég sem notendamiðaður textasmiður, en áður starfaði ég sem framenda- og app forritari hjá Kolibri, QuizUp og gogoyoko. Ég byrjaði í textasmíði fyrir vef TM samhliða því að vera forritari í verkefninu.

Haustið 2019 tók ég stökkið og fór að vinna sjálfstætt, ásamt því að fara í meistaranám í ritlist við Háskóla Ísland. Í störfum mínum sameina ég reynslu mína úr hugbúnaðarþróun og ástríðu mína fyrir að skrifa vandaðan texta.

Skrif og sköpun

  • Loddaralíðan, ljóðsaga (2021)
  • Þægindarammagerðin, smásaga í safni (2021)
  • Þrautir þýðandans, útvarpsþáttur í samvinnu við Rás 1 (2020)
  • Heima, örsagnasafn ritlistarnema, ritstjóri (2020)
  • Hefðir, örsagnasafn ritlistarnema (2019)
  • Skandali, bókmenntagreining, smásaga, ljóð, þýðing (2019, 2020, 2021)
  • Stína, ljóð (2016, 2019)
  • Berorðað, ljóðabók (2016)

Ég hef haldið fyrirlestra og vinnustofu um loddaralíðan (e. impostor syndrome) hérlendis sem erlendis undanfarin ár sem hafa vakið mikla lukku.