Um mig

Ég elska að skrifa, er algjör tungumálanördi og hef mikla ástríðu fyrir því að búa til mennskar tæknilausnir á mannamáli. Ég hef starfað sem notendamiðaður textasmiður síðan 2018 en starfaði áður sem framenda- og app forritari hjá Kolibri, QuizUp og gogoyoko. Til að byrja með vann ég textasmíði fyrir TM samhliða því að forrita en árið 2019 tók ég stökkið og fór að vinna sjálfstætt, ásamt því að fara í meistaranám í ritlist við Háskóla Ísland. Í störfum mínum sameina ég reynslu mína úr hugbúnaðarþróun og ástríðu mína fyrir að skrifa vandaðan texta.

Skrif og sköpun

  • Þrautir þýðandans, útvarpsþáttur í samvinnu við Rás 1 (2020)
  • Heima, örsagnasafn ritlistarnema, ritstjóri (2020)
  • Hefðir, örsagnasafn ritlistarnema (2019)
  • Skandali, smásaga, ljóð, þýðing (2019, 2020)
  • Stína, ljóð (2016, 2019)
  • Berorðað, ljóðabók (2016)

Ég hef haldið fyrirlestra og vinnustofu um loddaralíðan (e. impostor syndrome) hérlendis sem erlendis undanfarin ár sem hafa vakið mikla lukku.