Verkefni

112.is

Á nýjum vef Neyðarlínunnar, 112.is, er nú stafrænt tól í baráttu við ofbeldi. Áhersla var á að vinna lausnina í nánu samtali við notendahópa því þannig gátum við raunverulega sett okkur í spor notenda.


TM

Ég skilgreindi tón og skrifaði texta fyrir TM á söluvef og í appi (2018-2019). Á söluvefnum og í sjálfvirku tjónaferli í appinu aðstoðar stafræni ráðgjafinn Vádís fólk að fara í gegnum ferlið og skiptir textinn höfuðmáli. Það var skemmtileg áskorunin að tala um tryggingar á mannamáli og skrifa í persónulegum tón Vádísar þannig að það væri eins og manneskja væri að leiðbeina.


Hafnarfjarðarbær