Bangkok beint í æð

Þá erum við búin að vera 5 daga á hóteli í Bangkok, strax búin að koma okkur upp vana: vakna um 6, morgunverðarhlaðborð kl. 6:30, liggja við sundlaug og lesa, ræktin, sitja smá í lobbýinu í tölvu, fara út að sýsla (og labba!). Það er eitthvað öryggi í vananum, þannig einföldum við hlutina og höfum meiri tíma til að hugsa um aðra hluti sem skipta máli. Einhver staðar las ég að ef ekki væri fyrir vanann væru ekki til vísindi eða listir.

Það er búið að vera mjög næs hér en við erum bæði tilbúin að halda áfram næsta áfangastað: Phuket! Þar verðum við í viku á resort hóteli við strönd.

Miðbæir og verslunarhverfi í Evrópu eru hverju öðru lík, svo það er mjög hressandi að vera hér í allt öðruvísi menningu. Við lentum til dæmis óvænt í Pokemon Go skreyttri lest um daginn.

Í fyrradag fékk ég alveg Bangkok beint í æð, við fórum með vatnastrætó upp eftir ánni, stoppuðum við í hofi (þar sem líkamsleifar Búdda liggja – en því halda einnig fram um hundruð annarra hofa í Asíu), fórum í bakpokahverfið, Khao San þar sem Steinar var kominn á Endurminningar Slóð, hann bjó þar í nokkra mánuði á einum af sínum fyrstu ferðalögum í Tælandi. Þar byrjar líka eftirminnilega kvikmyndin The Beach með Leonardo DiCaprio. Þar er mikið af vestrænum túristum og voða kósý – í útjaðrinum – fórum í notaða bókabúð og keyptum alltof mikið af bókum, ég man ekkivarla hvað ég keypti, jú, gamla sæfæ bók með Ray Bradbury, Hyperspace eftir framtíðarfræðinginn Michio Kaku, ljóðabókina Citizen: An American Lyric eftir Claudiu Rankine, The Passage eftir Justin Cronin og einhverjar fleiri. Þær verða samt aðeins að bíða, ég er að klára bókina White Teeth eftir Zadie Smith (sem er btw mjög góð, ótrúlega góð persónusköpun) og næst á listanum er Lungu eftir Pedro Gunnlaug Garcia. Steinar er búinn með hana og er mjög hrifinn. Ég er mjög spennt fyrir henni, fyrri bók hans Málleysingjarnir er ótrúlega góð og hressandi, svo ég hef beðið í ofvæni eftir næstu bók frá honum.

En aftur til Bangkok, frá kósý hverfinu fórum við á Khao San Road, aðalgötuna, og guð minn góður, ég hef aldrei upplifað annað eins álag á skynfærin! Ég get eiginlega ekki lýst því en ætla að reyna: Það var alveg stappað, maður leiddist bara áfram með mannþvögunni, meðfram báðum megin var starfsfólk skemmtistaðanna (allt mjög ungt fólk) að reyna að lokka mann inn á næsta stað, hávær tónlist úr öllum áttum (ég skil ekki hvernig fólk gat setið og talað saman, við Steinar þurftum að tala með líkamstjáningu), básar með grilluðum sporðdrekum og köngulóm, mat, drykk, kannabis, uppi á borði stóð ungur tælenskur strákur að syngja í míkrófón, leiser ljós, DJAMM! Það var svo mikið í gangi, svo mikið að taka inn, að okkur datt ekki einu sinni í hug að taka myndir. Mjög gaman að labba í gegn, en svo þurftum við að labba aftur til baka seinna um kvöldið og þá sogaði umhverfið til sín þá litlu orku sem ég átti eftir. Við tókum svo Tuk tuk heim (Steinar er góður að prútta svo það var mjög ódýrt) og það var líka mjög skemmtileg upplifun.

Í gær fórum við svo í verslunarleiðangur (það er eiginlega ekki hægt að vera úti á daginn þegar það er heitast, þá eru loftkældar kringlur alveg málið) og komum heim um 9 leytið og ég var svo þreytt að ég var dottandi í hálftíma þar til ég játaði mig sigraða og fór að sofa. Steinar sofnaði líka strax, þetta var fyrsta nóttin sem við náðum alveg fullum svefn. Ótrúlegt hvað þotuþreytan situr í manni!

One thought on “Bangkok beint í æð

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s