Aftur til Bangkok

Ég er ekki duglegur bloggari!! En engar áhyggjur þið öll sem hafið verið að bíða spennt eftir næsta pósti (Íris og Adam allavega…). Hef verið á leiðinni að skrifa annan póst en bara einhvern veginn ekki komist í það. Eftir viku í Phuket á resort hóteli sem var ekki alveg nógu næs (of langt frá bænum og of mikið af háværu nýríku asísku fólki sem hefur engan sans fyrir öðrum – útskýri betur síðar), og kynntumst skuggahliðum Tælands (á leið á pítsu-stað sem ég fann á Google maps lentum við í vændishverfi … BARA eldri hvítir karlmenn, rauðbirknir í yfirvigt, og ungar tælenskar konur … það var óhugnalega óþægilegt, verst var samt að sjá einn hvítan miðaldra mann með unglingstelpu á pitsastaðnum, þá var okkur alveg nóg boðið og fórum skelkuð heim) skelltum við okkur til Koh Phi Phi!

Ef einhver hefur horft á kvikmyndina The Beach, þá er sú strönd á einni af Phi Phi eyjunum, kaldhæðnislega er sú strönd orðin að einni fjölmennustu túrista ströndinni og það má ekki einu sinni fara út í sjóinn.

Maya beach – The Beach ströndin

Það var mjög næs á Koh Phi Phi, umhverfið er PARADÍS, þá síðan urðum við fljótt þreytt á því að vera í svona miklum túristabæ! Það var líka mjög heitt og hótelið sem við vorum búin að bóka fyrstu tvær næturnar var svo ekki laust þegar við komum (klassískt asískt kaos) svo það fór mikill tími – eða réttara sagt ORKA sem er ekki mikið af í 30 stiga hita og raka – í að bóka hótel næstu 5 nætur, við fórum á milli 3 staða, fyrst herbergi sem kostaði bara 2500 kr. nóttin og var alveg furðu fínt – en að sjálfsögðu engin sundlaug eða þjónusta. Við erum alveg orðin háð því að komast í sundlaug í þessum hita … sem betur fer var hægt að kaupa sundlaugar aðgang á nokkrum stöðum.

Verð svo að gera sér póst um allar kisurnar á Koh Phi Phi!!!! Það voru bókstaflega kisur ALLS STAÐAR! Ekki hægt að ímynda sér yndislegri stað 😀

En nú vorum við farin að þrá að komast aftur í stórborg og úr túrismanum, svo við skelltum okkur til Kúala Lúmpur sem er bara í 2 tíma flugi frá Krabi (sem er 2 tíma sigling frá Koh Phi Phi). Við vorum í Malasíu í 5 daga en vorum að koma til Bangkok aftur í dag og verðum hér næstu 6 daga, svo hefst ferðalagið aftur heim. Í stuttu máli var ég mjög glöð að hafa farið til KL en er miklu hrifnari af Bangkok, hér er allt svo frjálst og yndislega kaotískt (sem maður bölvar alveg stundum samt á ferðalaginu, þvöl, heit og þreytt ;)).

Sundlaug á 40. hæð á hótelinu í KL
Batu Caves – góð ástæða til að heimsækja Kuala Lumpur

Þetta átti bara að vera smá tékk inn póstur!! Skrifa meira um alla þessa staði síðar! Erum btw komin á mjög næs hótel núna, herbergið er með skrifborði sem kallar á að vera skrifað við!!

P.S. ég er í alvöru ekki ein á ferðalagi að ímynda mér að ég sé með Steinari Braga, hann vill bara ekki að internetlöggan sé að fylgjast með sér.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s