Svar við pósti Auðar Jóns

Kæra Auður, svo við erum ekki að fara að skrifa bók saman eftir allt?

Þú getur rakið sorgarsögu þína þar til þú ert blá í framan og þóst vita eitthvað um líf mitt. Þú ert samt kúltúrbarn. Það skiptir engu máli hvort ég sé edrú eða ekki, hvort ég sé með rekstur (ég vinn sem frílansari) eða sé einstæð móðir. Þú ert samt kúltúrbarn. Það skiptir ekki máli að þú og Kamilla séu einstæðar mæður. Þið eruð samt kúltúrbörn. Hver gaf þér annars leyfi til að deila þinni útgáfu af mínu lífi með tæplega 5000 fylgjendum á Facebook og er svo pikkað upp af fjölmiðlum?

Það er þitt val að taka þessu svona persónulega, eins og ég hefði sagt að þú værir slæmur rithöfundur, ég hef aldrei sagt hvað mér finnst um það. Þú ert vinsæll metsöluhöfundur með hrúgu af verðlaunum og viðurkenningum, af hverju stendurðu bara ekki með þér og ferð ekki í kerfi þegar bókmenntablað sem þú ritstýrir er gagnrýnt.

Þú talar um ærumeiðingar, var það kafli í bókinni þinni um tjáningarfrelsi? Að þegar ungur rithöfundur sem er að fóta sig í bókmenntaheiminum gagnrýnir valdafólk, séu það ærumeiðingar? Nú skil ég betur af hverju rithöfundar þora ekki að gagnrýna neitt í okkar geira – út af viðbrögðum eins og þínum og hvernig þú notar „menningarauðmagn” þitt til að kæfa gagnrýni.

Umræðan um kúltúrbörn er ekki persónuleg herferð gegn þér eða öðrum kúltúrbörnum sem hafið baköpp í meðfæddu menningarauðmagni (btw, fólk eins og ég sem stend fyrir utan bókmenntaelítuna vissi ekki fyrr en nýlega hvað þetta háfleyga orð þýðir. Eitt dæmi um gjá sem kúlturbarn sér ekki. Fyrir ykkur sem skiljð þetta ekki, þá þýðir þetta það menningarlega ríkidæmi og vald sem fólk hefur – og sem kúltúrbörn fæðast með og aðrir geta að einhverju leyti unnið sér inn – nú eða keypt sér, með því að komast að í menningunni og öðlast virðingu). Heimurinn vill ræða þetta, þótt þú virðist vera ófær um það.

5 thoughts on “Svar við pósti Auðar Jóns

 1. Ég er ennþá til í bók. Og skal alveg skrifa hana með þér. En þetta byrjaði á persónulegum nótum, á bloggi, og ég má svara á mínum netvettvangi því sem mér finnst ég þurfa að svara.

  Like

 2. Mjög áhugaverð umræða!
  Viðbrögð Auðar Jónsdóttur finnst mér vera undarleg. Enn undarlegri eru þó viðbrögðin sem hún fær á FB síðu sinni. Mig grunar að flestir sem þar stökkva á meðvirknivagninn geti samþykkt að Ísland hafi að fornu og nýju verið vel marinerað af neopotisma.
  Viðbrögðin birtast mér sem hrollvekjandi vísbending um að vandamálið að “geta ekki lesið sér til gagns” sé mun útbreiddara en margir halda og sé ekki einskorðuð við drengi sem eru að klára grunnskóla!
  Er annars búinn að lesa nýju bókina þína Berglind. Frábær!

  Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s