Það sem ég vildi sagt hafa um kúltúrbörnin …

Um daginn mætti ég í Rauða borðið og spjallaði við Maríu um kúltúrbarnahugtakið. Mig langaði að færa umræðuna aftur til þess sem ég var upprunalega að reyna að koma á framfæri, áður en umræðan afvegaleiddist í persónugervingu kúltúrbarnsins, og segja frá minni upplifun af viðbrögðunum sem bloggpósturinn minn hafði.

Orð sem hitta í mark

Það hefur verið gaman að sjá fólk byrja að nota kúlturbarnahugtakið, bæði til að skilgreina sjálft sig og aðra, en með því setja orð á hluti er auðveldara að tala um þá.

Kúltúrbörn komst inn á lista sem orð ársins, fleiri bloggarar hafa skrifað um það út frá ýmsum sjónarhornum, til dæmis Kennarar, kúltúrbörn og væringjar á Menningarsmygli Ásgeirs H, Okkar eigið kúltúrbarn á bloggi skáldsins Brynjars Jóhannessonar og á Samstöðinni þar sem dæmi má finna um þau fjölmörgu kúltúrbörn í listaheiminum hérlendis (listinn er þó fjarri því að vera tæmandi).

Umræðan um menningarauðmagn og þau völd sem því fylgja er alls ekki ný af nálinni, franski félagsfræðingurinn Pierre Bourdieu kom með þessa kenningu á áttunda áratug síðustu aldar, og meira að segja ræddi Auður Jóns þetta í samtali við vinkonu sína, Berglindi Rós, á Kjarnanum fyrir nokkrum árum. Þar er umræðan þó ívíð málefnalegri en hún var núna um jólin. Það er ekki sama hver talar, Berglind eða séra Berglind.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s